miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dagsetningu breytt svo Þórður megi sýna-

12. janúar 2010 kl. 14:44

Dagsetningu breytt svo Þórður megi sýna-

Eins og fram hefur komið er Þórður Þorgeirsson í 9 mánaða keppnis- og sýningarbanni til og með 3.maí næstkomandi. Einmitt þann dag, 3.maí hefði Þórður átt að sýna hross á FIZO kynbótasýningu á Lipperthof í Þýskalandi, hjá Uli og Irene Reber. Það er löng hefð fyrir því að Þórður komi og sýni hross á sýningunni.

En hvað segir Uli Reber um þetta? Henning Drath hjá isibless.de talaði við hann í gær:

"Við stöndum sem fyrr með Þórði í þessu og höfum ákveðið að halda ekki sýningu án hans þátttöku og færðum því sýninguna aftur um tíu daga, til 13.-16.maí. Í vikunni áður verður Þórður til taks á Lipperthof í Wurz og þjálfar sýningarhrossin og undirbýr þau fyrir sýninguna."

Eftir það munum við hér heima á klakanum, væntanlega fá að sjá Þórð á kynbótasýningum vorsins og jafnvel taka þátt í gæðingaúrtökum líka..?