föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Daggar til Danmerkur

15. mars 2015 kl. 11:31

Karen og Daggar við æfingar í Leirárgörðum á dögunum.

Nýr keppnishestur Karenar Líndal Marteinsdóttur.

Glæsihesturinn Daggar frá Einhamri flaug til Danmerkur síðastliðinn föstudag til nýrra heimkynna. Karen Líndal Marteinsdóttir mun sjá um að þjálfa og sýna hestinn en Daggar mun stíga sín fyrst skref í keppni í fimmgang í sumar og mun sinna merum á Sjálandi nálægt Kaupmannahöfn.

Daggar er 6.vetra undan Orra frá Þúfu og Gustu frá Litla-Kambi sem er dóttir Gusts frá Hóli.

Daggar hlaut í kynbótadómi 4 vetra gamall 8.42 fyrir hæfileika og þar á meðal 9 fyrir tölt og vilja og geðslag.