þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dælismótið

21. ágúst 2019 kl. 12:35

Frá verðlaunaafhendingu í tölti á síðasta Dælismóti

Eiðfaxi hafði samband við Kristinn Rúnar einn af skipuleggjendum mótsins

Hið árlega Dælismót fer fram um helgina en mótið ber nafn sitt af bænum Dæli í Húnavatnssýslum þar sem mótið er haldið. Mótið fer fram föstudaginn 23.ágúst og hefst keppni klukkan 18:00

Eiðfaxi hafði samband við einn af skipuleggjendum mótsins en það er Kristinn Rúnar Víglundsson bóndi á Dæli. „Tilgangurinn með mótinu er að eiga skemmtilega stund með nágrönnum og vinum. Mótið fer þannig fram að ræktunarbú senda til leiks fjóra knapa en hver þeirra tekur þátt í einni grein. Ræktunarbúin sem senda lið til leiks í ár eru Grafarkot, Gauksmýri, Gröf, Lækjamót, Dæli og Skáney. Það eru eingöngu riðin úrslit, það lið sem flest stig hlýtur stendur svo uppi sem sigurvegari í mótinu og fer heim með forláta farandbikar. Þegar að mótinu er lokið er matarhlaðborð þar sem verðinu er stillt í hóf og svo spila strákarnir úr Kókos og Hrafnhildur Ýr fram á kvöld. Gleðin er því í fyrirrúmi að Húnvetninga sið.“

Ráslistar mótsins eru hér fyrir neðan

Fjórgangur

Grafarkot: Fanney og Erla frá Grafarkoti

Gauksmýri: Eysteinn og Þokki frá Moshvoli

Gröf: Anne og Álma frá Hrafnsstöðum

Dæli: Hallfríður og Álfhildur frá Víðidalstungu 2

Lækjamót: Birna og Ármey frá Selfossi

Skáney: Haukur og Ísar frá Skáney

Tölt

Grafarkot: Rakel Gígja og Ísó frá Grafarkoti

Gauksmýri: Sverrir og Vág frá Höfðabakka

Gröf: Jessie og Ásta frá Hellnafelli

Dæli: Siguroddur og Eldborg frá Haukatungu

Lækjamót: Vigdís og Daníel frá Vatnsleysu

Skáney: Kristín Eir og Sóló frá Skáney

Fimmgangur

Grafarkot: Herdís og Trúboði frá Grafarkoti

Gauksmýri: Jóhann og Sigurrós frá Gauksmýri

Gröf: Ási og Garri frá Gröf

Dæli: Óli og Kvistur frá Reykjavöllum

Lækjamót: Guðmar og Návist frá Lækjamóti

Skáney: Randi og Þytur frá Skáney

T2 Bjórtölt

Grafarkot: Kolbrún og Stuðull frá Grafarkoti

Gauksmýri: Kolla og Stapi frá Feti

Gröf: Margrét og Smári frá Forsæti

Dæli: Guðný og Reykur frá Brennistöðum

Lækjamót: Sonja og Björk frá Lækjamóti

 

Reglur Dælismótsins eru eftirfarandi:

Hvert lið verður að hafa fjögur hross og fjóra knapa í sínu liði

Ef sami knapi eða hross keppir í fleiri en einni grein mun seinni greinin ekki gilda til stiga

Einnig verður best klædda liðið verðlaunað

Ef lið standa jöfn að stigum eftir fjórar greinar geta búningarnir skorið úr um sigurvegara

Neðsta liðið dettur úr keppni og hefur því ekki keppnisrétt að ári