laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Claus Becker látinn-

26. september 2010 kl. 21:14

Claus Becker látinn-

Þau tíðindi hafa borist Eiðfaxa, að hestamaðurinn þýski Claus Becker lést í dag á attræðisaldri...


 Claus var einn af forkólfum í innflutningi íslenskra hesta til Þýskalands og var hann einn af fyrstu samstarfsmönnum Gunnars Bjarnasonar á þeim vettvangi. Hann rak hinn stóra hestabúgarð, „Grenzlandhof“ í Rínarhéraði og ræktaði þar íslensk hross.
Claus var stofnandi og hugmyndasmiðurinn á bak við „Saga reitschule“ sem er keðja íslandshesta reiðskóla um allt Þýskaland.
Claus var mikill Íslandsvinur og átti hann marga vini hér á landi. Hann kom hingað við hvert tækifæri og var búinn að skipuleggja eina slíka ferð í oktobermánuði en sjúkdómurinn sem hann var búinn að berjast við í nokkur ár lagði hann að velli í dag.

Eiðfaxi vottar fjölskyldu Claus Becker og vinum innilega samúð.