laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Christina Lund flutt til Íslands-

8. janúar 2010 kl. 10:09

Christina Lund flutt til Íslands-

Hina norsku Christinu Lund þekkja flestir hestamenn. Hún sýndi hryssuna hennar Olil Amble, Álfadís frá Selfossi, eftirminnilega á LM 2000 í Reykjavík. Hryssan varð önnur í flokki 4v hryssna, með hvorki meira né minna en 8,66 fyrir hæfileika og 8,31 í aðaleinkunn. Álfadís, sem er undan Adam frá Meðalfelli og Kolfinnsdótturinni Grýlu frá Stangarholti, er nú 14 vetra og á um 500 barnabörn! Christina fékk að halda hryssunni einu sinni og hélt henni undir Orra frá Þúfu og út úr því kom Álfur frá Selfossi, sem allir þekkja og er í eigu Christinu.

Christina, velkomin til Íslands! Ertu alveg flutt aftur til Íslands eða er þetta einungis tímabundið?

Takk. Planið hjá mér er að vera hérna í vetur og fram yfir Landsmót. Síðan stefni ég að því að fara út með Álfinn í haust, en það er þó ekki alveg orðið ákveðið. 

Hvað ætlarðu svo að hafa fyrir stafni í vetur?

Ég ætla að búa á Selfossi og taka að mér hross í tamningu og þjálfun í Austurkoti hjá Páli Braga og Hugrúnu, þar sem ég verð með nokkur pláss. Álfur verður þar líka, nú fæ ég að þjálfa hann sjálf og hlakka mikið til! Einnig hef ég tekið að mér nokkur afkvæma hans í tamningu, svo ég er mjög spennt fyrir því að byrja.

Stefnirðu á að koma Álfi í 1.verðlaun fyrir afkvæmi í sumar?

Já, það er vissulega stefnan. 

Verður honum kannski stillt upp í gæðingakeppni í vor?

Fyrst og fremst hlakka ég bara til ad kynnast hestinn betur núna og fa ad þjálfa hann og njóta hans sem "reiðhests". Svo kemur bara í ljós hvað við gerum saman i sumar. Ef allt gengur upp er ekki ólíklegt að við kíkjum inn á hringvöllinn í vor. Þetta er hestur sem ég ætla að fá að leika mér með í mörg mörg ár. Hann verður 8 vetra í sumar og fer bara í keppni ef hann er alveg "fit for fight". Ég ætla ekki að vera að "rukka" neitt hér. En ég er nokkuð viss um að hann verður í toppformi, það er búið að þjálfa hann og byggja hann svo frábærlega vel upp í mörg ár núna i Langholti. Væntanlega fæ ég líka bæði smá hjálp og stuðning frá Ella (Erlingi Erlingssyni) í vetur. Enginn þekkir hestinn eins og hann.
 
Þetta verður náttúrulega mjög spennandi fyrir mig og kannski aðeins ..scary/ógnvekjandi... Hesturinn orðinn frægur...!

Christina kveður okkur með þessum orðum, iðar í skinninu eftir að komast í hrossahópinn sem bíður hennar í Austurkoti.