þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Byrjendanámskeið - nýliðunarnámskeið

odinn@eidfaxi.is
30. október 2013 kl. 10:07

Merin Stella var elskuð og dáð.

Á vegum Fáks og iHorse

 

Vegna fjölda fyrirspurna og vinsælda hins nýja byrjendanámskeiðs iHorse og Fáks verður haldið nýtt námskeið í nóvember. Reiðkennarnir, Thelma Ben og Henna Siren, munu kenna þér allt sem þig hefur langað til að vita og kunna. Nú er lag að skella sér á skemmtilegt námskeið og það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig og mæta. Allt annað er innifalið, hjálmar, reiðtygi og öryggir og góðir hestar.

Umsögn frá nemanda:

ég heiti Hildur Máney og er 32 ára. Ég hef verið í hestum allt mitt líf en lenti í slysi á hesti og varð mjög hrædd við hesta eftir það. Átti mjög erfitt með að fóta mig aftur í reiðmennskunni og ákvað að skrá mig á byrjendanámskeið hjá iHorse. Ég fékk mjög góðan hest sem hentaði mér fullkomlega og eftir nokkur skipti var ég hætt að fá hræðsluhjartsláttinn í magann. Námskeiðið var mjög vel uppsett, kennararnir góðir og okkur kenndar frábærar æfingar til að auka öryggi og færni á hesti. Mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir þá sem eru hræddir eða eru að stíga sín fyrstu spor í hestamennsku. Hlakka til að halda áfram á framhaldsnámskeiðinu og takk kærlega fyrir mig Thelma, Henna og Logi.

Tímar verða eftirfarandi:

föstudaginn 1. nóv. kl. 18 - 19

laugardaginn 2. nóv. kl. 16 - 17

sunnudaginn 3. nóv. kl. 16 - 17

miðvikudaginn 6. nóv. 18 - 19

föstudaginn 8. nóv. 18-19

laugardaginn 9. nóv. 16-17

sunnudag 10. nóv. 16-17

mánudaginn 11. nóv. 18-19

Verð kr. 29.000

Skráning á  fakur@fakur.is (lokaskráningardagur 31. okt. og ath. takmarkaður fjöldi sem kemst að)