laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Byggir reiðhöll á Selfossi

odinn@eidfaxi.is
18. október 2013 kl. 11:55

Reiðhallarbygging í fullum gangi á Selfossi

Bætir við glæsilega aðstöðu sína.

Sigursteinn Sumarliðason er kominn á fullt í reiðhallarbyggingu á Selfossi, en hann keypti í fyrra glæsilegt hesthús í hesthúsahverfinu þar í bæ. Áður hafði Olil Amble og Bergur Jónsson verið þar með aðstöðu en seldu hana eftir að þau fluttu á Syðri-Gegnishóla.

Reiðhöllin sem nú er að rísa verður 14x25m og bætir aðstöðuna til þjálfunar mikið, en að er nauðsynlegt til að halda uppi fullri starfsemi árin um kring.

Sigursteinn hefur um árabil verið í fremst röð knapa og unnið tölt á Landsmóti tví vegis, var heimsmeistari í skeiði auk og nú síðast hársbreidd frá því að sigra fimmganginn á HM2013.