mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Byggingardómur standi ævilangt

odinn@eidfaxi.is
15. janúar 2014 kl. 07:07

Feykir frá Háholti

Tillaga frá félagi hrossabænda.

Ýmsar tillögur skjóta upp kollinum þegar rætt er um kynbótadóma, en ein þeirra er sú sem kom fram á aðalfundi félags hrossabænda á dögunum. 

Þar er lagt til að stjórn félagsins beiti sér fyrir því að ekki þurfi að byggingardæma hross aftur eftir sex vetra aldurinn. Þetta telja menn spara tíma og fjármuni. Vilja menn þar með treysta föllnum dómum.

Tillaga aðalfundar FHB:

Aðalfundur Félags hrossabænda beinir þeirri tillögu til stjórnar Félags hrossabænda að samtökin beiti sér fyrir því að kynbótahross 6 vetra og eldri haldi sínum byggingardómi úr fullnaðardómi til æviloka ef eigandi óskar þess, þannig að þau þurfi ekki að mæta í byggingardóm, þó að þau mæti á hverju ári í hæfileikadóm.

Greinargerð: Hér er lagður til sparnaður á tíma, fé og fyrirhöfn. Hugmyndin er byggð á trausti á þegar gerðum dómum, rétt eins og þegar opnað var á að byggingardómar úr fullnaðardómi stæðu sumarlangt.