sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Byggingadómar hrossa

31. janúar 2012 kl. 10:00

Byggingadómar hrossa

Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands og Hrossaræktarsamtök Suðurlands bjóða upp á námskeið í vetur um byggingu hrossa. Hámarksfjöldi er 25 manns.

 
Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar.
 
Kennarar: Þorvaldur Kristjánsson og Jón Vilmundarson, kynbótadómarar.
 
Tími:  Lau. 25. feb. kl. 9:00–16:00 (8 kennslustundir) á Skeiðvöllum.
 
Verð: 10.000 kr fyrir félagsmenn innan Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, en 14.000 kr fyrir utanfélagsmenn.
 
(Bent er á að hægt er að sækja um aðild að HS að uppfylltum félagslögum þess, sjá heimasíðu samtakanna http://www.bssl.is/  Skuldlausir félagsmenn árið 2011 njóta afsláttarins.)
 
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.
 
Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000/843 5302 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími – auk þess hvort viðkomandi er félagsmaður HS).
 
Minnum á Starfsmenntasjóð bænda – sjá nánar á www.bondi.is