miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Búið að taka DNA úr þínum hesti?

31. mars 2014 kl. 12:31

Er búið að taka DNA úr mér?

Það styttist í fyrstu kynbótasýningarnar

Áttu stóðhest sem ætlunin er að fara með á kynbótasýningu?

Þá er rétt að huga tímalega að því að taka DNA-sýni úr honum og foreldrum hans því stóðhestar fá ekki dóm nema að hafa sannað ætterni. Hægt er að panta sýnatöku í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á rml@rml.is.

Þó svo búið sé að taka stroksýni úr nös á stóðhesti þarf einnig að taka blóðsýni úr honum ef hann er 5 vetra eða eldri. Blóðsýni eru geymd en stroksýnum er hent um leið og þau hafa verið greind.

Í því skyni að draga úr tíðni spatts er skylda að röntgenmynda hækla á öllum stóðhestum sem náð hafa fimm vetra aldri og koma til dóms. Niðurstöður þurfa að liggja fyrir í WorldFeng áður en hesturinn er skráður á sýningu. Heimilt er að taka myndina á því ári sem hesturinn nær 5 vetra aldri.

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að hægt sé að skrá hross á kynbótasýningu. Allt tekur þetta sinn tíma þannig að ef eitthvað af þessu er ekki klárt nú þegar, er um að gera að drífa í því. Stóðhestum sem koma inn í tíma sem önnur hross hafa verið skráð á og uppfylla ekki þessi skilyrði verður vísað frá þegar þeir koma í mælingu. Ekki verður hægt að krefjast endurgreiðslu.

Eru hrossin þín tilbúin fyrir kynbótadóm sumarsins?
Eftirtalin atriði þurfa að vera skráð í WorldFeng áður en hross eru skráð á kynbótasýningu: 
Örmerki- DNA-greining- Blóðsýni- Spattmynd
Stóðhestar 4 v. X X  
Stóðhestar 5 v. og eldri X X X X
Hryssur X