þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Búið að reikna út nýtt kynbótamat

16. október 2013 kl. 14:24

Spuni frá Vesturkoti Mynd: Henk Peterse

Spuni og Djörfung með hæsta kynbótamatið

Nýtt kynbótamat hefur verið reiknað og lagt inn á gagnabankann WorldFeng. Í því er auk eldri dóma, tekið tillit til allra kynbótadóma á íslenskum hrossum árið 2013 hvar sem er í heiminum

Hægt er að skoða nýtt kynbótamat hjá einstaka hesti inn á WorldFeng.is, upprunaættbók íslenska hestsins. Fyrir notendur WorldFengs eru tvær leiðir til að nálgast kynbótamatið, annarsvegar í gegnum flipann kynbótamat í grunnmynd hrossins og hinsvegar að velja línuna skýrslur í vinstri stiku forritsins og þar undir kynbótamat og setja inn ákveðin leitarskilyrði. Kemur þá upp listi yfir þau hross sem uppfylla viðkomandi skilyrði.

Líkt og í fyrra er Spuni frá Vesturkoti með hæsta kynbótamatið af íslenskum stóðhestum en hann hefur hlotið 133 stig. Spuni er undan Stelpu frá Meðalfelli og Álfasteini frá Selfossi en hann á engin sýnd afkvæmi. Hér kemur listi yfir efstu stóðhestana:

 • Spuni frá Vesturkoti 133 stig
 • Arion frá Eystra-Fróðholti 129 stig
 • Sjóður frá Krikjubæ 128 stig
 • Divar fran Lindnas 128 stig
 • Trúr frá Auðsholtshjáleigu 128 stig
 • Kvistur frá Skagaströnd 128 stig
 • Oliver frá Kvistum 128 stig

Efst í kynbótamati hryssna er Djörfung från Solbacka en hún er með 133 stig. Hún er undan Ísari frá Keldudal og Svala från Solbacka. Djörfung varð heimsmeistari í flokki 5 vetra hryssa í ár. 

 • Djörfung från Solbacka 133 stig
 • Vigdís från Sundsberg 131 stig
 • Þóra frá Prestsbæ 131 stig 
 • Ferna frá Hólum 130 stig
 • Tilviljun från Knutshyttan 128 stig