laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Búið að ákveða hesta fyrir fjórganginn

20. janúar 2014 kl. 19:50

Lið Hrímnis og Export hesta

Nú er Meistaradeildin alveg að fara bresta á en keppnin byrjar á fimmtudaginn. Liðin eru búin að vera æfa sig um helgina og er því farið að skírast hverjir mæta fyrir hönd hvers liðs og á hvaða hestum. 

Búið er að ákveða lið Hrímnis og Export hesta en þeir sem munu taka þátt í fjórgangnum úr því liði eru Viðar Ingólfsson, Ólafur B. Ásgeirsson og Eyrún Ýr Pálsdóttir en John K. Sigurjónsson mun því sitja á hliðarlínunni.

Viðar Ingólfsson mætir með Prest frá Hæli sem er 8 vetra undan Gamm frá Steinnesi. Ef til vill muna eitthverjir eftir Presti en Kári Steinsson keppti á Presti í fjórgangnum í fyrra og vöktu þeir mikla lukku.

Ólafur mætir með Hugleik frá Galtanesi en þetta er ekki frumraun þeirra Ólafs og Hugleiks í fjórgangi. Þeir hafa náð mjög góðum árangri og gaman verður að sjá hvernig til tekst á fimmtudaginn.

Eyrún mætir á Kjarvali frá Blönduósi en Kjarval hefur verið að gera það gott í yngri flokkunum riðin af Þórdísi Ingu Pálsdóttur, yngri systur Eyrúnar.

Efir fjórganginn í fyrra endaði lið Hrímnis / Export hesta með 40,5 stig, ætli það endi með fleiri stig í ár ? Kemur í ljós