mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brýnt að hækka lágmörk til afkvæmaverðlauna

28. apríl 2014 kl. 10:53

Þegar hryssu er valinn hestur.

Kristinn Hugason ritar áhugaverða grein um hrossakynbætur í 4. tbl. Eiðfaxa - Stóðhestablaðinu sem berst áskrifendum í vikunni. Þar fer hann yfir stig skipulegs ræktunarstarfs. Hér er brot úr greininni:

"Mörgum hættir til að ofmeta kynbótagildi stórættaðra ungfola en óvissan í ætternismatinu er svo mikil að ekki nema u.þ.b. einn foli af hverjum sjö sem haldið er ógeltum (fyrsta úrvalsstig) kemst með góðu móti í gegnum einstaklingsdóm (annað úrvalsstig). Þeir hestar sem þar fara í gegn fá hins vegar fæstir næga notkun og þessi hluti stóðhestaflórunnar alls ekki næga notkun í heild sinni (ætti að vera allt að 75% hryssnanna). Ástæður þessa eru ýmsar en ég álít að margir hryssueigendur átti sig ekki á hversu stórt forspárgildi einstaklingsdómurinn hefur. Meginástæðan er þó líklegast sú að um árabil hefur afkvæmaverðlaunum verið útbýtt nánast eins og karamellum á barnaballi. Með þeim afleiðingum að fullorðnir og þokkalega góðir stóðhestar draga athygli og notkun (hryssur) frá yngri og oft líklegast betri hestum og draga með því úr kynbótaframförinni með því að minnka úrvalsstyrkleikann en þó einkum með því að lengja ættliðabilin.

Það er því brýnt að hækka lágmörk til afkvæmaverðlauna og fjölga dæmdum afkvæmum sem liggja þurfa til grundvallar kynbótamatinu."

Þessa grein má nálgast í 4. tbl. Eiðfaxa - Stóðhestablaðinu. Hægt er að gerast áskriftandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is