föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brugguðu sérstakan Limsbjór

19. febrúar 2015 kl. 12:02

Glymur (áður LImur) frá Leiðólfsstöðum ásamt nokkrum af fyrrum eigendum hans.

Aðeins 150 miðar í boði á hrossakjötsveislu Limsfélagsins.

Forsala aðgöngumiða á hrossakjötsveislu Limsfélagsins verður í Guðmundarstofu, félagsheimili Fáks, fimmtudagskvöldið 19. febrúar frá kl. 20-22. Miðaverð er 5000 kr.

Hrossakjötsveislan fer fram á laugardagskvöldið 21. febrúar í félagsheimili Fáks í Víðidal.

,,Mikilvægt er að félagsmenn tryggi sér miða í forsölunni þar sem viðburðurinn er öllum opinn og mikil stemning er fyrir kvöldinu. Athugið að aðeins eru 150 miðar í boði," segir í tilkynningu frá Limsfélaginu,

,,Limsverjar eru búnir að leggja mikið í undirbúning og hafa m.a. fengið bruggverskmiðjuna Steðja til að brugga fyrir sig tvær tegundir af bjór sem verður seldur á hátíðinni. Annars vegar er það Limur lagerbjór og hins vegar Folamjöður, millidökkur fyrir lengra komna. Helstu drykkjuboltar félagsins smökkuðu bjórinn í Steðja og óhætt er að segja ða hér sé á ferðinni íslenskt eðalöl," segir þar jafnframt.