miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brugðist við innbrotum

12. júní 2012 kl. 11:57

Brugðist við innbrotum

Tekið af heimasíðu Sleipnis www.sleipnir.is

"Vegna tíðra innbrota í hesthús á Selfossi og í rauninni á öllu Árborgarsvæðinu hafa hestamenn ákveðið að taka málin í sínar hendur. Kjartan Ólafsson, formaður Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi hefur m.a . átt fund með lögreglunni á Selfossi vegna málsins.  Niðurstaðan er að koma upp nágrannavörslu þar sem allir þeir sem um hesthúsahverfin fara  á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri Þorlákshöfn og Hveragerði munu ská niður bílnúmer og lýsingu á bílum sem heimsækja hverfin.  Farnar verða eftirlitsferðir á ólíklegustu tímum allan sólarhringinn.  Aðgengi að og frá hesthúsahverfum verði fækkað og settar verði upp eftirlitsmyndavélar.  Allir þeir sem einhvern grun hafi um óeðlilegar ferðir,  einnig þeir sem eru með reiðtygi eða annað sem kann að vekja grunsemdir eru hvattir til að hafa samband við lögreglu eða forsvarsmenn Hestamannafélaganna.  Samstarf verður haft við Sveitafélögin á viðkomandi stöðum."