mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brotist inn í Hestagallery

10. nóvember 2009 kl. 13:24

Brotist inn í Hestagallery

Brotist var inn í hestavöruverslunina Hestagallery hjá Lúther Guðmundssyni verslunarmanni. Erling Sigurðsson hjá versluninni, tjáði Eiðfaxa að einhverju smálegu hefði verið stolið en eftir væri að fara nákvæmlega yfir það. Einnig hafi um 20 þúsund krónum úr peningakassanum horfið. Erling sagði jafnframt að sennilega hafi ekki verið hestamenn þarna að verki, þar sem hnakkar og önnur stærri verðmæti hafi ekki verið tekin.

Það er leiðinlegt að fá upphringingu um svona mál um miðja nótt. Brotin hafði verið rúða í hurð verslunarinnar og lágu steinn og felgulykill á gólfinu þegar að var komið.