miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brokkkórinn á nýjum skóm

6. september 2012 kl. 15:40

Brokkkórinn á nýjum skóm

"Langar þig að syngja með skemmtilegum kór þar sem þú hittir fyrir áhugafólk um hestamennsku og aðra útivist? Kórinn gengur nú í endurnýjun lífdaga og auglýsir eftir hressu söngfólki í söngprufur en þær eru nýjung hjá kórnum.  Raddprófin eru ekki neitt sem söngvari þarf að óttast eða vera kvíðinn yfir, heldur bara notaleg stund þar sem hitað verður upp sameiginlega og sungnir nokkrir stuttir lagbútar. Markmiðið er að söngvari sé staðsettur á raddsviði sem hentar viðkomandi og að raða þannig í raddir að jafnvægi náist í kórnum.

Raddprófin fara fram í nýrri og glæsilegri æfingaaðstöðu kórsins í tónlistarstofu Vatnsendaskóla við Funahvarf 2. Með stjórnanda verður söngkonan Arndís Halla Ásgeirsdóttir sem er nýflutt til landsins frá Þýskalandi þar sem hún hefur sungið og samið tónlist fyrir stærstu og viðamestu hestasýningu í heimi "Appassionata," ásamt því að semja og syngja eigin tónlist og annarra  inná hljómplötur.
 
Kvenraddir: Mánudagur 10. September frá kl. 19.30-21.30
Karlaraddir: Mánudagur 17. September frá kl. 19.30-21.30
 
Kórstarfið sjálft hefst svo 24. september og verða æfingar á mánudagskvöldum frá kl. 19:30 - 21:30 í Vatnsendaskóla. Þá verður lagalisti fyrir haustönn lagður upp og nótumöppur afhentar.
Við hvetjum gamla og nýja kórfélaga til að koma og vera með frá upphafi. Við tökum vel á móti ykkur Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu kórsins www.123.is/brokk eða Facebooksíðu okkar. Formaður Kórsins Sigurður Svavarsson veitir einnig upplýsingar í síma 6603197 eða í tölvupósti:  sigurds@husa.is. Stjórnandi er Magnús Kjartansson"