mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bróðir Spuna kemur á Stóðhestadaginn

24. apríl 2012 kl. 13:42

Bróðir Spuna kemur á Stóðhestadaginn

Bróðir heimsmeistara Spuna mun sýna sig á Stóðhestadegi Eiðfaxa sem fer fram á félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis á Brávöllum, Selfossi nk. laugardag 28. apríl.

Sýndir verða nokkrir ódæmdir efnilegir folar. Þar á meðal er Sæmundur frá Vesturkoti,  undan Sædyn frá Múla og Stelpu frá Meðalfelli, móður Spuna frá Vesturkoti.  
Stefnt er á að fara með Sæmund fyrir dóm í vor og geta gestir Stóðhestadagsins spáð í þetta stjörnuefni áður en hann verður lagður fyrir dóm.
 
Allar nánari upplýsingar um Sæmund gefur Hulda Finnsdóttir í síma 698-7788 eða gegnum netfangið huldafinns07@gmail.com.
 
Athugið að frír aðgangur er að allri dagskrá Stóðhestadagsins sem hefst kl. 14.
 
Allir velkomnir!