laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brimfaxi í Grindavík -

15. júlí 2010 kl. 13:42

Brimfaxi í Grindavík -

Í vetur var sagt frá því þegar hestamenn í Grindavík tóku sig til og stofnuðu nýtt hestamannafélag, Brimfaxa og voru stofnendur þess 64. 

En Grindvíkingar létu ekki þar við sitja því nú eru þeir komnir á stað með að reisa reiðhöll og hesthús í Grindavík. Eiðfaxi setti sig í samband við Pétur Bragason formann Brimfaxa til þess að heyra meira um fyrirhugaðar framkvæmdir þessara eldhuga i Grindavík.

Reiðhöllin verður hin glæsilegasta 63x26 metrar að stærð og hesthús fyrir 50-75 hross verður einnig byggt í þessum áfanga. Fjármögnun er komin vel á veg en þeir Brimfaxamenn hafa gert samning við Landbúnaðarráðuneytið  um sjö milljón króna styrk, Grindavíkurbær leggur til fimmtíu milljónir og svo hafa félagar safnað tíu milljónum sjálfir með framlögum frá ýmsum aðilum. 

Brimfaxi er búin að sækja um aðild að Íþróttabandalagi Suðurnesja og varða þar af leiðandi aðilar að a Landsambandi Hestamannafélaga og ÍSÍ.

Hér að neðan eru svo teikningar af fyrirhuguðum byggingum og ekki er annað að sjá en mannvirkið verði hið glæsilegasta. -hg.