sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Breytingar til batnaðar

27. ágúst 2014 kl. 13:20

Öll hross sem tóku þátt í gæðingakeppni og kynbótasýningum á Landsmóti undirengust heilbrigiðisskoðun.

Betri niðurstöður heilbrigðisskoðana keppnishrossa í ár.

Minna var um áverka í munni keppnishesta á Landsmóti hestamanna og Íslandsmóti í ár. Umdeilt bann við notkun tungubogaméla hefur augljóslega haft áhrif á niðurstöður heilbrigðisskoðana nú að mati Sigríðar Björnsdóttur, dýralækni hrossasjúkdóma hjá MAST.

„Mest munar um að alvarlegir áverkar á kjálkabeini eru nánast úr sögunni hjá keppnishestum en einnig hefur dregið úr tíðni áverka í munnvikum og kinnum,“ segir Sigríður m.a. í viðtali sem hægt er að nálgast í 8. tölublaði Eiðfaxa sem kemur út lok vikunnar.

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.