fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Breytingar á skrifstofu LH

3. október 2014 kl. 15:00

Jóhanna Gunnarsdóttir, verkefnastjóri LH.

Jóhanna ráðin verkefnastjóri.

Jóhanna Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður LH og Landmóts. Jóhanna sá um sjálfboðaliðastarf á Landsmóti sumarsins, en það gerði hún sem hluti af verknámi en hún nam verkefnastjórnun við Háskólann á Hólum. Jóhanna mun sinna starfi verkefnastjóra, skipuleggja viðburði og sjá um almenn skrifstofustörf hjá sambandinu.

Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga kynnti starfsmannabreytingar á skrifstofu LH á stjórnarfundi. Tveir að lykilstarfsmönnum skrifstofunnar hverfa frá störfum, þær Anna Lilja Pétursdóttir sem lét af störfum 18. júlí og Hilda Karen Garðarsdóttir sem er á leið í fæðingarorlof í lok október.