þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Breytingar á sýningaformi rætt

7. febrúar 2012 kl. 13:55

Breytingar á sýningaformi rætt

Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands boðar til fundar 15. febrúar kl. 20 í Ölfushöll en þar verður rætt nýtt sýningarform kynbótahrossa á komandi landsmóti.

„Efni fundarins er ákvörðun fagráðs um nýja útfærslu á kynbótasýningum á landsmóti 2012. Eins og kunnugt er  ákvað fagráð á desemberfundi sínum að ferðum í dómi verði fækkað úr 10 ferðum  í 8 og í stað hefðbundinar yfirlitssýningar fer yfirlitið fram að mestu á hringvelli þ.e  riðnir  þrír hringir  og ein ferð á beinni braut.

Töluverð óánæja viðist vera með þessa  ákvörðun fagráðs og því ákvað stjórn HS að boða til fundar þar sem  Kristinn Guðnason formaður fagráðs og Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðanautur myndu mæta og  gera fundarmönnum grein fyrir ástæðu þessara breytinga og svara fyrirspurnum fundarmanna,“ segir í tilkynningu frá stjórn HS.

Í tengslum við fundinn er rétt að benda á veglega grein um þetta umdeilda mál. Margir af viðmælendum Eiðfaxa útskýra þar efasemdir um að breytingarnar muni leiða til framfara en jákvæðar raddir heyrast þó einnig. Sitt sýnist auðvita hverjum og má lesa allt um ólík viðhorf fagfólks til málsins í nýútkomu 1. tbl. Eiðfaxa.