miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Breytingar á halla í beygjum keppnisvalla

15. júní 2012 kl. 17:45

Breytingar á halla í beygjum keppnisvalla

Á aðalfundi FEIF í vor var samþykkt tillaga þess efnis að héðan í frá yrðu nýjir löglegir FIPO íþróttahringvellir byggðir án hins 7,5% halla í skammbeygjum sem reglurnar hafa gert ráð fyrir til þessa. 

 
 
Breytingarnar voru gerðar að ráði dýralækna með velferðarsjónarmið í huga. Mat dýralækna var að hallinn ynni gegn formi hestsins í beygjunum. Ekki er farið fram á að öllum völlum verði breytt þegar í stað en farið er fram á að breyting verði gerð þegar komið verði að endurnýjun þeirra. Samkvæmt reglum FEIF á íþróttavöllur að vera 250 metra langur, 4 metra breiður. 1,5% halli inn er leyfður til að auðvelda vatni að renna af brautinni.