fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Breyta þarf ræktunarmarkmiðinu

17. desember 2012 kl. 11:43

Fundur "skeiðgensins" leiðir í ljós að alhliðahross og klárhross eru erfðafræðilega frábrugðin

Fundur "skeiðgensins" leiðir í ljós að alhliðahross og klárhross eru erfðafræðilega frábrugðin. Augljóslega þarf að breyta hinu opinbera ræktunarmarkmiði ef við viljum halda í fjórgangshestinn. Nema þá að tekin sé upplýst ákvörðun um að íslenski hesturinn skuli búa yfir fimm gangtegundum. Þetta segir Heimir Gunnarsson, kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri í pistli á www.isibless.is.

Heimir vitnar þar í umræður á ráðstefnu á Hvanneyri þar sem dr. Þorvaldur Árnason, kynbótafræðingur, og dr. Lisa Andersson fjölluðu um fund skeiðgensins og hvaða praktísku þýðingu það kann að hafa fyrir hrossaræktina.

Heimir segir að hæglega sé hægt að rækta út þennan breytileika, sem er á milli hreinna alhliða hrossa (AA) og klárhrossa (AC), og ná tíðni skeiðgensins upp í 100% í stofninum á til þess að gera stuttum tíma. Það myndi væntanlega  þýða líka að keppni í fjórgangi og B-flokki myndi leggjast af.

„Í kjölfarið á þeirri ákvörðun sem væntanlega yrði tekin, þyrfti að fara í gagngera endurskipulagningu á kynbótakerfinu og rannsaka  í þaula hvort gerlegt sé að dæma fjórgangshross og fimmgangshross eftir ólíku vægi,“ segir Heimir Gunnarsson. Lesa má pistilinn í heild HÉR.