fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bréf vegna yfirlýsingar hjá formanni Fáks

18. apríl 2013 kl. 23:22

Bréf vegna yfirlýsingar hjá formanni Fáks

Á heimasíðu hestamannafélagsins Fáks má sjá einhverskonar yfirlýsingu frá formanni Fáks, Rúnari Sigumdssyni vegna Brekknaás 9, Reykjavík. Það er mér ljúft og skyllt að leiðrétta rangfærslur formannsins. Eins og áður liggur það ekki vel fyrir formanninum að greina rétt frá.

Hið rétta er að lögð var inn fyrirspurn til Reykjavíkurborgar um hvor heimilt væri að byggja ákveðið byggingamagn á umræddri lóð. Áður en til þess kom að Reykjavíkurborg svaraði erindinu var það dregið til baka og féll það þar með niður um sjálft sig án afstöðu Reykjavíkurborgar.
Næst var leitað eftir því við stjórn Fáks að þeir settu sig ekki upp á móti því að opnuð yrði þjónustumiðstöð fyrir hestamenn í hundaleikskólanum, þar sem mikil gremja var meðal hestamanna vegna geltandi hunda. Í þjónustumiðstöðinni átti að vera hestavöruverslun, kaffihús, hestakerruleiga, hestaleiga og svo frv. Því var fálega tekið af hálfu formanns og stjórnar Fáks, líklega þar sem skv. fundargerðum Fáks var stjórnin með samskonar hugmyndir með anddyrið í Reiðhöllinni og hafði m.a. fengið arkitekt til að koma með tillögur af slíkri breytingu.
Eftir þetta ferli var lögð inn teikning til Reykjavíkurborgar þar sem óskað var eftir breytingu á innraskipulagi og nýtingu á húsinu þ.e. úr hundahóteli í þjónustumiðstöð fyrir hestamenn með áðurgreindri starfsemi. Reykjavíkurborg óskaði eftir umsögn stjórnar Fáks. Fákur lét lögmann sinn, Láru Júlíusdóttur hrl. svara Reykjavíkurborg á þá leið að Fákur væri mótfallinn slíkum áformum og vitnaði í samkomulag sem gert var árið 1981 á milli Fáks og Reykjavíkurborgar um að ekki yrði ráðist í skipulagsbreytingar á svæðinu nema með samþykki stjórnar Fáks. Reykjavíkurborg varð við beiðni Fáks og hafnaði óskum eigenda Brekknaás 9.
Eigendur Brekknaás 9 kærðu úrskurð Reykjavíkurborgar til æðra stjórnvalds sem féllst á rök eigenda Brekknaás 9 og felldi úrskurð Reykjavíkurborgar úr gildi.
Erindið var lagt aftur fyrir og enn óskaði Reykjavíkurborg eftir umsögn Fáks (sjá meðfylgjandi umsögn Fáks), en þar ákvað stjórn Fáks að genga enn lengra og lagðist gegn allri starfsemi í húsinu og á lóðinni. Fákur ítrekaði samkomulag Reykjavíkurborgar og Fáks frá 1981 og Reykjavíkurborg ætti að virða það. Lögfræðisvið Reykjavíkurborgar féllst ekki á hugmyndir stjórnar Fáks um að engin starfsemi yrði í húsinu og á lóðinni og taldi að hestatengd starfsemi ætti að vera þar, en án veitinga. Eigendur Brekknaás 9 héldu sig við umsóknina eins og hún var og var henni synjað án haldbærra raka.
Staðan á málinu nú er sú að lögmaður okkar Hjörleifur Kvaran hrl. hefur kært synjun Reykjavíkurborgar aftur til æðra stjórnvalds og óskað eftir því að synjunin verði feld úr gildi og erindið samþykkt. Reykjavíkurborg nýtti sér ekki andmælarétt sinn fyrir tiltekinn frest og má því búast við úrskurði kærenda í vil fljótlega.
 
Meðfylgjandi þessari leiðréttingu á rangfærslum formannsins fylgir bréf hans til Reykjavíkurborgar sem staðfestir ósannsögli hans og að hann berst með kjafti og klóm gegn starfsemi í húsinu. Spurning hvern hann vill næst burt úr dalnum ? Dýraspítalann ?
Ekki átta ég mig á þessari yfirlýsingu formannsins núna, en færa má rök fyrir því að hann sé að reyna að breyða yfir eitthvað annað úr stjórnartíð sinni, sem formaður Fáks. Stjórn Fáks hefur að sjálfsögðu rétt á sinni skoðun. En það má benda á í því samhengi að umrætt hús var byggt árið 1976 áður en keppnisvöllurinn fyrir neðan var byggður og áður en Reiðhöllin var byggð og áður en áðurnefnt samkomulag við Reykjavíkurborg var gert. Að aukur hefur æðra stjórnvald úrskurðað að samkomulagið eigi ekki við um umrædda lóð sem er skráð sem atvinnulóð.
Það er alveg kýrskýrt að húsið eða lóðin er ekki að fara neitt og er það einlæg ósk eigenda hennar að sátt verði um starfsemina í húsinu. Þá má einnig benda á það við höfum tekið hluta af lóðinni okkar og lengt skeiðbrautina á okkar kostnað fyrir hestamenn í dalnum sem vilja nýta sér það.
Að lokum langar mig að benda á að Víðidalurinn er ekki bara fyrir Fáksfélaga, þar er einnig Víðidalsfélagið auk þess sem meirihluti hestamanna í dalnum eru ófélagsbundnir, svo ekki sé talað um þá sem heimsækja dalinn.
Rétt skal vera rétt !
linkurinn á tilkynningu formannsins á heimasíðu Fáks:
http://fakur.is/index.php?option=com_content&view=article&id=888:brekknaas-9-gamla-hundahotelie&catid=36:frettir&Itemid=1
Með vinsemd og virðingu,
Fh eigenda Brekknaás 9
 
Andres P. Rúnarsson