laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Brautskráningu frestað vegna hestaveikinnar

4. maí 2010 kl. 09:05

Brautskráningu frestað vegna hestaveikinnar

Ákveðið hefur verið að fresta brautskráningu Háskólans á Hólum sem vera átti 21. maí, til 3. september. Þetta er gert vegna veikinda í skólahestum og nemendahestum sem valda því að ekki tekst að ljúka prófum í hestafræðideild fyrir tilsettan tíma.

Mjög margir hestar á Hólum hafa tekið pestina. Það tekur hrossin um þrjár til fjórar vikur að komast yfir veikindin og það er mjög mikilvægt fyrir þau að fara varlega af stað.

Þó hátíðlega athöfnin frestist fá þeir nemendur sem eiga að útskrifast í vor öll gögn sem staðfesta að þeir hafi lokið námi sínu.

Við vonum að hestarnir fái góðan bata og að útskriftarathöfnin í haust verði glæsileg og góð uppskeruhátíð Háskólans á Hólum árið 2010.

 

/www.holar.is