miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bólusetning dýr og gagnslítil

25. júní 2010 kl. 11:15

3 milljónir á ári á 100 hrossa búi

Ekki er víst að bólusetning hrossa yrði til að auka öryggi þeirra gagnvart utanaðkomandi sjúkdómum. Margir hómópatar, og einnig dýralæknar, í þýskalandi efast um gildi þeirra. Og eru jafnvel alveg vissir um gagnsleysi þeirra í mörgum tilfellum.

Ekkert bóluefni er til við Streptococcus zooepidemicus, sem greinst hefur í hrossum í hóstapestinni hér á landi. Bólusetning við hestainnflúensu gerir takmarað gagn. Veiran tekur sífelldum breytingum. 50 ára rannsóknir hafa ekki dugað til. Veiran er alltaf á undan. Í samanburðarrannsókn í Kanada veiktust á einum stað 18 af 116 bólusettum hrossum, en 26 af óbólusettum. Munurinn er ekki svo mikill.

Bólusetning úti í Þýskalandi kostar um 50 evrur og það þarf að bólusetja tvisvar á ári. Þetta verð er kosnaðarverð bóluefnisins án launa dýralæknis. Líklega myndi bólusetning hérlendis kosta allt að 30 þúsund krónur, eða 3 milljónir á ári á 100 hrossa bú. Það kæmi til með að hafa breytingar í för með sér. Líklega myndi hrossum stórfækka.