þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Boltinn byrjaður að rúlla

30. júní 2014 kl. 11:29

Sigurður Straumfjörð yfirdómari gæðingakeppni Landsmóts.

Yfirdómari ánægður með hestakostinn á Landsmóti.

,,Mótið fer mjög vel af stað og völlurinn er að höndla veðrið og knapar ánægðir með aðstæður. Hestakosturinn er framúrskarandi og sýningar fágaðar og einkennast mikilli og góðri reiðmennsku. Allt starfsfólk er mjög jákvætt og dómarar eru með gott samræmi og hlakka til að takast á við fleiri áskoranir í sinni dómgæslu,” segir Siguður Straumfjörð yfirdómari gæðingakeppni Landsmótsins.

 

Knapafundurinn fór vel fram að sögn Sigurðar og þar voru settar skýrar línur sem knapar eru að fara eftir snuðrulaust. ,,Reglur eru reglur og okkur ber að fylgja þeim í hvívetna. Dýralæknaskoðun gengur mjög vel sem og fótaskoðun, hestarnir eru í flottu standi og eru tilbúnir í slaginn. Heimsklassa hestakostur á flottu móti og boltinn er byrjaður að rúlla.”