þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Boðið verður upp á sköpulagsdóm

6. febrúar 2014 kl. 09:00

Fanney Hrund Hilmarsdóttir á eintal við folaldið sitt Hetju frá Hellu. Mynd/Steinþór Runólfsson.

Folaldasýning Náttfara

Sunnudaginn 9. febrúar n.k. stendur Náttfari fyrir folaldasýningu í Melaskjóli á Melgerðismelum.  Dómari verður Eyþór Einarsson en fyrirkomulagið verður þannig að hann dæmir sköpulag folaldanna fyrir hádegi – þau þurfa því að vera mætt í hús klukkan 10:00 að morgninum.  Eftir hádegið verður sjálf sýningin. 

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu folöld í hryssu- og hestflokki og áhorfendur velja glæsilegasta folaldið.  Þá gefst færi á að skrá til leiks ungfola fædda 2011 og 2012. 

Skráning fer fram um netfangið holsgerdi@simnet.is eða í síma 857-5457 (Sigríður), tekið verður á móti skráningum til og með föstudagsins 7.febrúar.  Þar skal gefa upp nafn, lit, foreldra, ræktanda og eiganda folaldsins.