mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Boðið upp á ferð á HM í ágúst

10. mars 2011 kl. 15:11

Boðið upp á ferð á HM í ágúst

Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í St.Radegund í Austurríki dagana 1. - 7. ágúst.

Á heimasíðu LH auglýsir ferðaskrifstofan Úrval/Útsýn fjögurra nátta ferð á mótið daganna 4.-8. ágúst. Flogið verður til Salzburg í beinu leiguflugi. Boðið er upp á gistingu á fjögurra stjörnu hóteli í Salzburg með morgunverði og akstri að og frá mótssvæði.  Verðdæmi sem ferðaskrifstofan tekur er 149.000 kr og er þá miðað við gistingu í tvíbýli. Innifalið í verðinu er flug, skattar, akstur til og frá flugvelli, gisting með morgunverði, íslensk fararstjórn, 3x akstur til og frá mótsstað. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þennan ferðapakka er bent á að bókanir verði að berast ferðaskrifstofunni Úrval/Útsýn fyrir 1. apríl.

Allar upplýsingar um Heimsmeistaramótið má nálgast á heimasíðu þess hér.