fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blysfari frá Fremra-Hálsi

4. júlí 2010 kl. 01:14

Blysfari frá Fremra-Hálsi

Stóðhesturinn Blysfari frá Fremra-Hálsi verður í hólfi á Lækjamóti í Húnaþingi Vestra það sem eftir lifir sumars. Blysfari vakti mikla athygli á kynbótasýningunni á Vindheimamelum, en hann er skrefmikill, ganggóður og hágengur 5 vetra alhliðahestur. Hann hlaut 8.31 í aðaleinkunn, þar af 8,11 fyrir sköpulag og 8,45 fyrir kosti. Hann hlaut m.a. 8,5 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið,  9 fyrir brokk og 8 fyrir skeið.

Blysfari er undan Arði frá Brautarholti og 1.verðlauna hryssunni Frigg frá Fremra-Hálsi. Blysfari er í dag hæst dæmda afkvæmi Arðs frá Brautarholti, en Arður er undan gæðingamóðurinni Öskju frá Miðsitju og Orra frá Þúfu.

Folatollurinn er frír fyrir 1. verðlauna hryssur - eins og pláss leyfir og ganga þær fyrir en greiða þarf fyrir hagagöngu og sónarskoðun.

Tekið verður á móti hryssum þriðjudaginn 6. júlí, eða eftir samkomulagi. Hesturinn verður settur í miðvikudaginn 7. júlí. Hægt verður að bæta við hryssum hjá Blysfara í sumar, eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar má finna á www.laekjamot.is og hægt er að panta undir Blysfara á laekjamot@laekjamot.is, hjá Friðriki í síma 899-7222 eða Sonju í síma 866-8786