þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blysfari frá Fremra-Hálsi er spennandi stóðhestur

26. júlí 2010 kl. 13:39

Arður frá Brautarholti skráir afkvæmi sín

Á Vindheimamelum um Landsmótshelgina fengu tveir synir Arðs góð fyrstu verðlaun og stóðu í öðru og þriðja sæti í fimm vetra flokki. Báðir rauðblesóttir! Blysfari frá Fremra-Hálsi er undan Frigg frá Fremra-Hálsi, sem er undan Nasa frá Hrepphólum og Von frá Hellubæ, Gáskadóttur frá Hofstöðum. Þess má reyndar geta að Frigg hefur skipt um eigendur og er nú ræktunarhryssa á Skorrastað í Norðfirði.

Blysfari fékk 8,11 fyrir sköpulag, 8,45 fyrir kosti og 8,31 í aðaleinkunn. Hann fékk 9,0 fyrir hófa og brokk. 8,5, fyrir tölt, stökk, vilja og fegurð, og 8,0 fyrir skeið. Semsagt: Bullandi alhliða gæðingur. Ræktandi og eigandi Blysfara er Jón Benjamínsson.