föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blue Lagoon mótaröðin

24. apríl 2017 kl. 22:15

Skráning hafin á þriðja og síðasta mótið í Blue Lagoon mótaröð Spretts, Nýmóta töltinu.

Mótið verður haldið sunnudaginn 30.apríl í Samskipahöllinni í Spretti og í boði verða eftirfarandi flokkar:

Pollaflokkur (6-9 ára sem ríða sjálfir)
Barnaflokkur minna vanir (10-13 ára)
Barnaflokkur meira vanir (10-13 ára)
Unglingaflokkur (14-17 ára)
Ungmennaflokkur (18-21 árs)

Í hverjum flokk er hámarksfjöldi skráninga 30 og einungis er leyfilegt fyrir hvern knapa skrá einn hest til keppni. Fimm skráningar þarf í hvern flokk svo að boðið sé upp á hann. Mótanefndin áskilur sér rétt á að sameina flokka ef ekki næst nægur fjöldi í einhverja flokka.

Keppendur sýna:
Pollaflokkur - hægt tölt og frjáls hraði, ekki snúið við.
Í pollaflokki verður sýnd einkunn eftir hvert atriði fyrir hvern knapa, til upplýsingar, en ekki raðað í sæti. Dómarar velja glæsilegasta parið í pollum.

Barnaflokkur minna vön - T7 (hægt tölt, snúið við, frjáls hraði)

Barnaflokkur meira vön - T3 (hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og greitt tölt)

Unglingaflokkur - T3

Ungmennaflokkur - T3
Skráningin fer fram í gengum Sportfeng og eru skráningargjöld eftirfarandi:

2000 kr. fyrir barna- unglinga- og ungmennflokk

1000 kr. fyrir pollaflokk

Skráning er opin frá 23. apríl til miðnættis 26. apríl! Mikilvægt er að senda kvittun fyrir greiðslu á netfangið skraning@sprettarar.is

Takmarkaður fjöldi skráninga, fyrstur kemur fyrstur fær!

Vegleg verðlaun í boði og stigahæstu knapar mótaraðarinnar verðlaunaðir. Stefnt er að því að hefja mótið að morgni þessu sinni og verða drög að dagskrá gefin út um leið og fjöldi skráninga liggur fyrir.