þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blue Lagoon mótaröð Spretts

31. janúar 2017 kl. 09:28

Opin mótaröð fyrir knapa í yngri flokkum, þar sem gleðin verður í fyrirrúmi!

Hestamannafélagið Sprettur býður upp á nýja opna mótaröð í Samskipahöllinni í vetur fyrir knapa í yngri flokkum. Um er að ræða þrjú mót þar sem keppt er í einni grein á hverju móti og veitt eru einstaklingsverðlaun, auk þess sem knapar safna stigum í gegnum öll mótin og í lokin verða einnig veitt verðlaun til stigahæstu knapa í hverjum flokki. Pollar safna ekki stigum og þar fá allir viðurkenningu, en glæsilegasta parið verður útnefnt í lokin. Besti árangur tveggja móta gildir til samanlagðra stiga í barnaflokki, en í unglingum og ungmennum telja öll mótin þrjú. 

Boðið verður upp á keppni í þrígangi og tölti fyrir ríðandi polla 6-9 ára (tvö mót) og í fjórgangi, fimmgangi og tölti fyrir börn 10-13 ára, unglinga 14-17 ára og ungmenni 18-21 árs.  Keppt verður á sunnudögum og eru dagsetningarnar eftirfarandi:

26. febrúar fjórgangur og þrígangur polla

 19. mars fimmgangur

30. apríl tölt og pollatölt

Hægt verður að fylgjast nánar með upplýsingum um skráningu, keppnisgreinar og annað er mótaröðina varðar á Facebook viðburði undir sama nafni.  

Aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar er Blue Lagoon. 
Eingöngu 30 pláss í boði í hverjum flokki, ein skráning á mann. Vegleg verðlaun.

Vonumst til að sjá sem flesta með bros á vör og leikgleðina í fyrirrúmi!

 

 

.