þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blær sonur Arðs frá Brautarholti

26. júlí 2010 kl. 13:34

Í móðurætt af B línunni frá Hólum

Blær frá Miðsitju er annar af tveimur stóðhestum undan Arði frá Brautarholti sem vöktu athygli á Vindheimamelum um Landsmótshelgina. Móðir hans er Björk frá Hólum, sem er af B línunni svokölluðu á Hólum, sem þar var og hét. Björk er undan Birtu frá Hólum og Viðari frá Víðvík og sammæðra Blæju frá Hólum, sem varð Íslandsmeistari í tölti ásamt knapa sínum Agli Þórarinssyni, fyrrum reiðkennara og tamningamanni á Hólaskóla.

Blær fékk jafngóðar einkunnir: 8,29 fyrir sköpulag, 8,22 fyrir kosti og 8,25 í aðaleinkunn. Hann er alhliða hestur með 8,0 fyrir tölt og fegurð, og 8,5 fyrir brokk, skeið og vilja. Ræktandi Blæs er Magnús Andrésson á Miðsitju, sem er eigandi ásamt Tryggva Björnssyni.