föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blóðregla innleidd og hófalengd stytt

8. febrúar 2015 kl. 17:00

Gunnar Sturluson var endurkjörinn formaður FEIF á fundinum um helgina.

Ýmsar breytingar á reglum FEIF voru samþykktar á ársfundi samtakana um helgina.

Ársfundur FEIF fór fram í Kaupmannahöfn um helgina. Þar var stjórn FEIF endurkjörin til næstu tveggja ára og er, sem fyrr, Gunnar Sturluson formaður samtakanna.

Meðal samþykkta fundarins var ákvörðun um að leyfa ríkjandi heimmeisturum yngri flokka að verja titil sinn að því tilskildu að þeir séu enn með aldur til að keppa í ungmennaflokki. Ennfremur var ákveðið að hafa ráslista á Heimsmeistaramótum algerlega handahófskennda til þess að gæta jafnræðis meðal keppenda. Hin svokallaða blóðregla verður innleidd í öllum keppnum. Ef dómari sér blóð í keppnishesti í braut er honum ætlað að sýna rauða spjaldið og víkja keppanda úr keppni.

Einnig er stefnt á að bæta viðmiðunarreglur varðandi flutning fósturvísa. Þá var stytting hóflengdar samþykkt einróma í ræktunarnefndinni. Þær breytingar á reglum koma í kjölfar hófrannsóknar sem kynnt var á ársþingi samtakanna á Íslandi í fyrra.