fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blesóttir og gerðarlegir - video

10. júní 2011 kl. 11:16

Blesóttir og gerðarlegir - video

Á Héraðssýningunni á Sörlastöðum komu fram tveir gullfallegir 4 vetra folar.

Næst hæstu einkunn í flokkinum hlaut Skýr frá Skálakoti, rauðblesóttur hestur undan Sólon frá Skáney og Vök frá Skálakoti sem hlaut 8,29 í aðaleinkunn á síðasta Landsmóti. Skýr hlaut 8,41 fyrir sköpulag, þar af einkunnina 9,5 fyrir bak og lend og 9 fyrir samræmi og prúðleika. Einkunnina 8,08 hlaut Skýr fyrir hæfileika, 8,5 fyrir tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið en virðist eiga mikið inni.

Þriðju hæstu einkunn í flokki 4 vetra stóðhesta hlaut hinn brúnblesótti Hrókur frá Efsta Dal II en hann er undan Hróðri frá Refsstöðum og Von frá Laugavatni sem er undan Stíganda frá Sauðárkróki og Krás frá Laugavatni. Hrókur hlaut einnig háan sköpulagsdóm, 8,55, þar af einkunnina 9 fyrir háls, herðar og bóga, bak og lend og samræmi. Einkunnina 7,96 hlaut Hrókur fyrir hæfileika.

Meðfylgjandi er myndskeið af þessum tveimur folum.

IS2007184162 Skýr frá Skálakoti
Örmerki: 352098100016935
Litur: 1550 Rauður/milli- blesótt
Ræktandi: Guðmundur Jón Viðarsson
Eigandi: Guðmundur Jón Viðarsson, Jakob Svavar Sigurðsson
F.: IS2000135815 Sólon frá Skáney
Ff.: IS1995157001 Spegill frá Sauðárkróki
Fm.: IS1993235810 Nútíð frá Skáney
M.: IS2001284163 Vök frá Skálakoti
Mf.: IS1995187232 Gnýr frá Stokkseyri
Mm.: IS1979276166 Kvikk frá Jaðri
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning Sörlastöðum
Mál (cm): 141 - 130 - 135 - 60 - 141 - 37 - 46 - 44 - 6,5 - 30,0 - 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,6 - V.a.: 7,8
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 9,5 - 9,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 9,0 = 8,41
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 7,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 8,08
Aðaleinkunn: 8,22      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson
 
IS2007188906 Hrókur frá Efsta-Dal II
Örmerki: 968000004781205
Litur: 2553 Brúnn/milli- blesótt vagl í auga
Ræktandi: Snæbjörn Sigurðsson
Eigandi: Björg Ingvarsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson
F.: IS1995135993 Hróður frá Refsstöðum
Ff.: IS1992135930 Léttir frá Stóra-Ási
Fm.: IS1989235990 Rán frá Refsstöðum
M.: IS1989288806 Von frá Laugarvatni
Mf.: IS1984151101 Stígandi frá Sauðárkróki
Mm.: IS1985287020 Krás frá Laugarvatni
FORSKOÐUNARDÓMUR
Héraðssýning Sörlastöðum
Mál (cm): 147 - 137 - 142 - 66 - 148 - 39 - 47 - 45 - 6,8 - 31,0 - 19,5
Hófa mál: V.fr.: 8,6 - V.a.: 8,0
Sköpulag: 8,5 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 = 8,55
Hæfileikar: 8,5 - 7,0 - 7,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,0 = 7,96
Aðaleinkunn: 8,20      Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson