laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blesastaðir 1a fá umhverfisverðlaun

Jens Einarsson
18. desember 2009 kl. 10:29

Glæsilegasta býlið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Magnús Trausti Svavarsson og Hólmfríður Birna Björnsdóttir á Blesastöðum 1a eru handhafar umhverfisverðlauna Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2009. Frá þessu er sagt í Dagskránni á Suðurlandi í gær. Blesastaðir frá verðlaunin fyrir stórglæsilega uppbyggingu búsins og einstaka snyrtimennsku. Magnús og Hólmfríður hafa búið á Blesastöðum í tólf ár. Þar reka þau myndarlegt hrossaræktarbú, eru með um 100 hross. Búið hefur nokkrum sinnum verið tilnefnt til Ræktunarverðlauna ársins hjá Bændasamtökum Íslands og einu sinni hlotið þann titil. Þekktasta hrossið frá Blesastöðum er stóðhesturinn Kákur, sem er einn eftirstóttasti stóðhestur landsins.