laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Blendnar tilfinningar"

29. október 2010 kl. 14:17

"Blendnar tilfinningar"

 Eiðfaxi hringdi í Guðmund Björgvinsson á Ingólfshvoli og spurði frétta:

„Við erum búin að vara að frumtemja í haust og hefur það gengið vel. Við erum núna að þjálfa blandaðan hóp hrossa“.
Er stefnt með eitthvað á Landsmót 2011?
Ég bara veit það ekki, það verður bara að koma í ljós. Manni finnst þetta hálf kjánalegt, var allan síðasta vetur að undirbúa eitthvað sem svo aldrei varð. Tilfinningarnar eru blendnar.
Við héldum bestu hryssunum okkar sem áttu að fara á LM 2010 undir stóðhesta í suma“r.
Hvernig heldurðu að stemning sé hjá kollegum þínum?
„Mjög blendin. Það fólk skiptist algerlega í tvo hópa“.
Hvað með keppnishestana. Stefnirðu með þá á LM næsta sumar?
„Ég hef ekkert ákveðið, það kemur í ljós þegar ég hef hafið þjálfun þeirra“ sagði Guðmundur að lokum.