laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blekkingavefur - hestafrettir.is fær áminningu frá Modernus-

26. janúar 2010 kl. 19:10

Blekkingavefur - hestafrettir.is fær áminningu frá Modernus-

Sannreynt er að hestafrettir.is sækir notendur sína að stórum hluta í þjónustur sem selja heimsóknir á vefi. Með þessum hætti er markvisst verið að blekkja hestaheiminn og auglýsendur.
Hestafréttir kaupa sér umferð frá fyrirtækinu Fulltraffic, sem sérhæfir sig í því að selja vefsvæðum umferð. Þjónustan er hins vegar ólík venjulegum  auglýsingum þar sem þjónustan snýst eingöngu um að hækka notendafjöldann, oft með því að plata notendur inn á vefina eða með tölvuforritum sem vafra sjálfvirkt um vefinn.

Modernus staðfestir þessi vinnubrögð hestafrétta með bréfi til Eiðfaxa dags. 25.jan sl. þar segir meðal annars:

Modernus staðfestir að undanfarna daga hefur stór hluti tilvísana til hestafrettir.is komið frá þjónustunni fulltrafic.net.“

Jafnframt hefur Modernus birt eftirfarandi frétt á vef sínum:

Keypt umferð

Eitthvað hefur verið um það að vefir í Samræmdri vefmælingu hafa keypt sér traffík í gegnum þjónustur á borð við Fulltraffic og fleiri. Slíkar þjónustur nota ýmis brögð til að lokka notendur inn á síður viðskiptavina, en mjög mismunandi er eftir aðilum hversu árangursrík og haldgóð slík þjónusta er.

Fulltraffic hefur sérstaklega verið gagnrýnd fyrir að veita óheiðarlega þjónustu (e. service) þar sem notendur sem koma inn í gegnum þá staldra stutt við og gera ekkert annað en að pumpa upp tölur vefjarins sem kaupir þjónustuna - oft grandalaus.
Auglýsendur þurfa að þekkja þetta og passa sig á því að notendatölur vefja, sem nýta sér slíka þjónustu, eru ekki lýsandi fyrir mögulegan markhóp auglýsinganna á vefnum, þar sem í flestum tilfellum er um mjög óvirka notendur að ræða, sem hafa jafnvel verið plataðir inn á vefsíðuna.

Skoðið breytingu milli vika og breytingu á innlendu hlutfalli. Vefir sem nýta sér slíka þjónustu sýna oft mikla fjölgun notenda milli vikna, og hlutfall innlendra notenda hrapar þar sem keypt umferð kemur nær undantekningalaust erlendis frá. Við ítrekum fyrir fólki að hægt er að skoða þróun notendafjölda vefjanna í Samræmdri vefmælingu með því að smella á notendatölurnar og sjá graf sem sýnir allt að 52 vikur aftur í tímann.

Tilefni pistilsins er stóraukin notkun á einum af smærri vefjunum á lista Samræmdrar vefmælingar. Sú aukna traffík kemur að verulegu leyti frá vefnum fulltraffic.net."

www.modernus.is