þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bleikur styrkur afhentur

14. mars 2012 kl. 12:11

Bleikur styrkur afhentur

Þann 19. febrúar s.l á Konudaginn var haldið hið árlega Bleika Töltmót í Reiðhöllinni Víðidal í samstarfi við Hestamannafélagið Fák.  Mót þetta er fyrir konur eldri en 17 ára og haldið til styrktar rannsókna á brjóstakrabbameini.  Allur ágóðinn af mótinu rennur óskiptur til Krabbameinsfélags íslands og væri náttúrulega ekki hægt nema með aðstoð fjölda fólks og fyrirtækja sem styrkja þetta framtak.  

 
Aðstandendur mótsins þær Drífa Dan, Laufey Stefánsdóttir, Auður Möller og Jóhanna Þorbjargardóttir vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að mótinu og gáfu vinnu sína, dómara, ritara og aðra starfsmenn mótsins og allra fyrirtækja og félaga sem studdu Bleika Töltið:  
Europris, Expó Auglýsingagerð, Fákur, Góa-Linda sælgætisgerð, Grænn Markaður, Guðni Bakari, Katla, Krónan, Lífland, Maggi Ben, Mæja Listmálari, Nýherji, Six Iceland, Sælgætisgerðin Freyja, Top Reiter og Ölgerðin. 
 
Mótið er nú búið að festa sig í sessi og orðið að árlegum viðburði, hátt í 100 konur voru skráðar til leiks og alls söfnuðust krónur 397. 372.- Þess ber að geta að á fyrsta Bleika mótinu 2011 söfnuðust krónur 500.000.- en við stefnum að því að gera enn betur árið 2013. 
 
Þann 29 febrúar s.l var styrkurinn afhentur,  það voru þær Auður Möller, Drífa Dan og Jóhanna Þorbjargard. sem afhentu Ragnheiði Haraldsdóttur Forstjóra Krabbameinsfélagsins styrkinn. Á myndina vantar Laufeyju Stefánsdóttur.