föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bleikt Töltmót - Bara fyrir konur

9. febrúar 2011 kl. 13:48

Bleikt töltmót í Víðidal

Stikkorð

Bleikt  • töltmót

Karlar á bleikum skyrtum

Konur í hestamannafélaginu Fáki munu á konudaginn, 20. febrúar, standa fyrir töltmóti í Reiðhöllinni í Víðidal til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Skráningargjöld verða í formi frjálsra framlaga, sem renna óskipt til Krabbameinsfélagsins, til rannsókna á brjóstakrabbameini..

Mótið, sem kallast BLEIKT TÖLTMÓT,  er eingöngu fyrir konur. Það er að segja aðeins konur mega keppa. Karlar mega horfa á. Aldurstakmark er 17 ár. Keppt verður í fjórum flokkum: Byrjendaflokki, minna vanar, meira vanar, og í opnum flokki.

Hægt er að skrá á netfangið ddan@internet.is. Þar þarf að koma fram IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og upp á hvora hönd er riðið. Einnig hjá Drífu s. 893-3559 og Laufeyju s. 660-1750. Síðasti skráningardagur er 16. febrúar.

Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hvatt er til þess að knapar og áhorfendur klæðist bleiku í tilefni dagsins og sýni þannig samstöðu. Sem sagt: Kjörið tækifæri fyrir karla sem eiga bleika skyrtu í neðstu skúffunni að taka hana upp njóta þess að vera í henni í einn dag!