þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bleika töltmótið

13. febrúar 2012 kl. 11:04

Bleika töltmótið

Skráning hefst í dag

Skráning á Bleika töltmótið, sem haldið verður í Reiðhöllinni í Víðidal 19. febrúar, hefst í dag, 13. febrúar. Skráningu skal senda á netfangið ddan@internet.is þar sem fram kemur IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og símanúmer og upp á hvora hönd er riðið. Einnig er tekið á móti skráningum í gegnum síma, 894-3980 Auður, 893-3559 Drífa, 660-1750 Laufey og 863-4252 Jóhanna.

Það skal ítrekað að aðeins konum er heimil þátttaka, en karlar eru velkomnir í áhorfendastúkurnar.  Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Íslands.