mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bleika töltmótið á konudag

8. febrúar 2012 kl. 14:09

Bleika töltmótið á konudag

Hið árlega kvennamót Bleika töltmótið fer fram í reiðhöllinni í Víðidal á konudaginn 19. febrúar nk. og hefst kl 12.30.

Mótið er einungis ætlað konum 17 ára og eldri en keppt verður í byrjendaflokki, flokki minna vanra, meira vanra og opnum flokki.

„Skráningagjöld eru frjálst framlag og renna óskert til Krabbameinsfélags Íslands til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini en þó að lámarki 3.000 kr.

Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Við hvetjum því knapa og áhorfendur að klæðast bleiku í tilefni dagsins og sýna samstöðu.

Skráningu skal senda á netfangið ddan@internet.is 13 febrúar frá 18-22 þar sem fram kemur IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og símanúmer og upp á hvora hönd er riðið. Einnig er tekið á móti skráningu í gegnum síma, 894-3980 Auður, 893-3559 Drífa, 660-1750 Laufey og 863-4252 Jóhanna,“ segir í auglýsingu frá aðstandendum mótsins.