mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Blautur A-flokkur

28. júní 2016 kl. 14:03

Hrannar og Eyrún áttu mjög góða sýningu í forkeppni á Landsmóti

Glæsileg tilþrif í A flokki gæðinga.

Áhorfendur létu rigningu ekki stoppa sig í að koma sér fyrir í brekkunni í morgun til að horfa á forkeppni í A - flokki. Margar glæsisýningar hafa litið dagsins ljós. Hrannar frá Flugumýri sýndi sínar bestu hliðar undir styrkri stjórn knapa síns Eyrúnar Ýrar og uppskáru þau einkunina 9,04.

Mjótt er á munum á toppnum og næstu hestar eru Arion frá Eystar-Fróðholti og Daníel Jónsson með 8,96, Örvar frá Gljúfri og Jón Óskar Jóhannesson með 8,83, Skýr frá Skálakoti og Jakob Svavar með 8,82 eru fjórðu, fimmti er Krókus frá Dalbæ og Sigursteinn Sumarliðason með 8,80 og sjötti er Nagli frá Þúfu og Sigurbjörn Bárason með 8,79.

 

Eftirfarandi hestar fara inn í milliriðill:
1. Hrannar frá Flugumýri II 9,06 
2. Arion frá Eystra-Fróðholti 8,96 
3. Örvar frá Gljúfri 8,83 
4. Skýr frá Skálakoti 8,82 
5. Krókus frá Dalbæ 8,80 
6. Nagli frá Flagbjarnarholti 8,79 
7. Undrun frá Velli II 8,77 
8. Sif frá Helgastöðum 8,77 
9. Gangster frá Árgerði 8,75 
10. Sjóður frá Kirkjubæ 8,72 
11. Nói frá Stóra-Hofi 8,72 
12. Hersir frá Lambanesi 8,70 
13. Narri frá Vestri Leirárgörðum 8,70 
14. Binný frá Björgum 8,68 
15. Brigða frá Brautarholti 8,68 
16. Milljarður frá Barká 8,66 
17. Þór frá Votumýri 8,66 
18. Prins frá Hellu 8,65 
19. Hnokki frá Þúfum 8,64 
20. Villingur frá Breiðholti 8,62 
21. Kunningi frá Varmalæk 8,62 
22. Askur frá Syðri Reykjum 8,62 
23. Karl frá Torfunesi 8,61 
24. Gormur frá Efri-Þverá 
25. Seiður frá Flugumýri II 8,57 
26. Tildra frá Varmalæk 8,56 
27. Snillingur frá Íbishóli 8,56 
28. Byr frá Borganesi 8,55 
29. Þröstur frá Efri-Gegnishólum 8,55 
30. Sálmur frá Halakoti 8,54 
31. Laxnes frá Lambanesi 8,54