mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bjórkvöld Fáks að lokinni Stórsýningunni

30. apríl 2010 kl. 09:37

Bjórkvöld Fáks að lokinni Stórsýningunni

Að venju er hið skemmtilega bjórkvöld Fáks í félagsheimilinu eftir Stórsýninguna á laugardagskvöldið. Seiðandi diskó, fljótandi veitingar er ávísun á stórskemmtileg kvöld með stórskemmtilegum hestamönnum, að vísu misfríðum en skemmtilegum.

Stórsýningin byrjar kl. 21.00 og kostar kr. 2.000 inn. Frítt verður inn á Bjórkvöldið og ganga sýningargestir fyrir þar sem það stefnir í mikinn fjölda hestamanna sem ætlar að skemmta sér þetta kvöld. 

Flottir hestar, bjór og  hestamenn er ávísun á skemmtilegt kvöld í Víðidalnum. Allir skemmtilegir hestamenn mæta – hvar verður þú?