þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bjarni vantreystir Guðlaugi

9. desember 2011 kl. 11:34

Bjarni Þorkelsson á Þóroddsstöðum, hrossaræktandi og fagráðsmaður.

Vill að fagráð leggi blessun sína yfir formenn dómnefnda

Bjarni Þorkelsson á Þóroddsstöðum treystir ekki Guðlaugi Antonssyni, hrossaræktarráðunauti, til að velja formenn í kynbótadómnefndir. Það val er á hans hendi. Á hrossaræktarráðstefnu 2011 varpaði Bjarni fram þeirri spurningu hvort það væri ekki sterkur leikur, til að auka tiltrú á kynbótadóma og samstillingu þeirra, að hrossaræktarráðunautur leitaði eftir einhuga stuðningi fagráðs við valið hverju sinni. Spurði Bjarni hvort hrossræktarráðunautur bryti odd af oflæti sínu þótt hann rökstyddi vandlega og sannfærði fagráðsmenn um réttmæti vals síns á þessu lykilfólki. Hann sagði að samræmi og samstilling dóma væri mjög til umræðu í fagráðinu. Formennska í dómnefndum væri aðeins á færi þaulreyndra dómara.