þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bjarni Jónasson sigraði töltið

11. apríl 2013 kl. 09:06

Bjarni Jónasson sigraði töltið

Bjarni Jónasson og Randalín frá Efri-Rauðalæk tryggðu sér sigurinn í tölti KS-deildarinnar sem fór fram í Svaðastaðahöllinni í kvöld, með einkunnina 8.22. Afmælisbarnið Mette Mannseth og Trymbill frá Stóra-Ási voru jöfn Ísólfi Líndal Þórissyni og Freyði frá Leysingjastöðum II í 2-3 sæti, en Mette og Trymbill hlutu 2. sætið eftir hlutkesti. Bjarni og Randalín áttu mjög góða sýningu í kvöld og voru efst eftir forkeppni, og fljótlega kom í ljós í úrslitum að erfitt yrði að víkja þeim úr efsta sætinu. Teitur Árnason og Ormur frá Sigmundarstöðum höfnuðu í 4. sæti og Hekla Katharína Kristinsdóttir og Vígar frá Skarði enduðu í 5. sæti.

A-úrslit

1. Bjarni Jónasson og Randalín frá Efri-Rauðalæk - 8.22
2. Mette Mannseth og Trymbill frá Stóra-Ási - 7.61
3. Ísólfur Líndal Þórisson og Freyðir frá Leysingjastöðum II - 7.61
4. Teitur Árnason og Ormur frá Sigmundarstöðum - 7.56
5. Hekla Katharína Kristinsdóttir og Vígar frá Skarði - 7.50

B-úrslit

1. Mette Mannseth og Trymbill frá Stóra-Ási - 7.67
2. Þórarinn Eymundsson og Taktur frá Varmalandi - 7.50
3. Líney María Hjálmarsdóttir og Sprunga frá Bringu - 7.22
4. Jóhann Magnússon og Oddviti frá Bessastöðum - 6.94
5. Þorbjörn H. Matthíasson og Hekla frá Hólshúsum - 6.89

Stigahæstu knapar eftir 3 greinar

Ísólfur Líndal 27 stig
Bjarni Jónasson 22 stig
Viðar Bragason 14 stig
Mette Mannseth 14 stig
Elvar Einarsson 11 stig