sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bíó, kók og pizza í boði Fáks

15. desember 2009 kl. 15:07

Bíó, kók og pizza í boði Fáks

Á miðvikudagskvöldið kl. 20:00 er öllum börnum, unglingum og ungmennum boðið á skemmtifund hjá æskulýðsdeild. Sýnt verður á breiðtjaldi frá Heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum í Sviss. Fáksknaparnir, Valdimar Bergstað og Teitur Árnason kepptu á mótinu og ætla þeir að segja frá öllu því sem viðkemur þátttöku og upplifun á svona mótum. Einnig mun fulltrúi frá unglingaklúbbi Fáks kynna væntanlega vetrardagskrá klúbbsins og knapar sem hafa lokið æðsta merki knapamerkjakerfisins, þ.e. 5 stigi verða síðan útskrifaðir.


Fákur bíður upp á pizzu og kók á meðan á sýningu stendur.

Allir að mæta í félagsheimilið.

Æskulýðsdeild Fáks