miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Bingó Bröns Sóta á Álftanesi

4. mars 2011 kl. 10:46

Bingó Bröns Sóta á Álftanesi

Æskulýðsnefnd Sóta heldur Bingó Bröns í hátíðarsalnum í íþróttamiðstöð Álftaness, n.k. laugardag 5.mars kl. 10.30—12.00.

Dagskrá:
10:30—11:00:  Bingó undir stjórn hins eina og sanna Andrésar bingóstjóra með meiru
11:00—11:30:  Bröns að hætti Sóta félaga í hestaferð (egg, beikon, amerískar pönnukökur ofl )
11:30—12:00:  Útsvarskeppni milli barna og fullorðinna

"Aðgangseyrir einungis kr 800.– per mann.  Innifalið er bröns og tvö bingóspjöld.  Hægt að kaupa fleiri bingóspjöld.  Frábærir vinningar!
Upplagt að koma í morgunverð, spila bingó og skemmta sér með Sóta félögum á laugardagsmorguninn.  Endilega bjóða ömmu, afa, frænda og frænku með! Allur ágóði rennur óskiptur til æskulýðsnefndar—verið er að safna fyrir óvissuferð í apríl," segir á heimasíðu hestamannafélagsins Sóta.